Frelsið á ferð!

Víkið frá, víkið frá! Hér ekur frelsið um!

Varðhundar frelsisins fagna þessum góðu tölum. Aukin velmegun er forsenda þess að hvert og eitt einasta mannsbarn geti ekið frjálst um götur borgarinnar á einkabíl. Það næsta verður að sjálfsögðu markaðsvæðing vegakerfisins, sem mun stuðla að enn frekari umferð og ánægju borgarbúa. Ríkisstyrktar almenningssamgöngur eru þó enn frelsinu fjötur um fót. Hver hefur ekki lent í því að vera fastur fyrir aftan strætó í umferðinni? Ef Strætó bs. yrði einkavætt gætu allir átt lausafé til að fjárfesta í einkabíl.

Úrtölukommar og strætóplebbar mega vara sig. Frelsið hefur talað sínu máli! 


mbl.is 73% aka einir í bíl til vinnu eða skóla í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband