Og hvað með það?

Daður formanns "Frjálshyggjufélagsins" við sósíalisma verður á stundum svo yfirþyrmandi að Varðhundar frelsisins gleyma stað og stund af bræði. Í pistli þriðjudagsins sjá lesendur þó glögglega að hin hreina hugsjón leynist ennþá innst í hugarfylgsnum hans og ber að sjálfsögðu að fagna því. Þar tætir hann í sig rök þeirra sem vilja troða umferðar-"öryggi" upp á borgarana á kostnað frelsisins og lætur hvergi bilbug á sér sjá.

Varðhundarnir telja sig ekki þurfa að bæta miklu við orð formannsins. Það er algjör firra að einstaklingur sem kýs að neyta amfetamíns njóti ekki sömu meðferðar í umferðinni og þeir sem kjósa til dæmis að neyta Snickers-súkkulaðis eða Maxi-poppkorns. Þetta er fyrst og fremst sorgleg birtingarmynd alræðisþjóðfélagsins, sem lætur sér náttúruleg réttindi einstaklingsins í léttu rúmi liggja.

Að því sögðu lýsa varðhundarnir þó áhyggjum af því að formaðurinn lesi (og vísi meira að segja í!) kreddufullar bækur hins ný-Keynsíska hagfræðings Gregory Mankiw, sem kenndar eru í ríkisháskólum víðs vegar um heiminn. Lestur slíkra bóka er síður en svo til að stæra sig af (og gæti reyndar verið ástæðan fyrir daðri formannsins við sósíalismann).


mbl.is Ungur ökumaður ók undir áhrifum amfetamíns á Selfossi í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband