12.2.2007 | 16:18
Skoðanakúgun í skjóli fundarskapa
Steingrímur Jóhann verður seint talinn skoðanabróðir Varðhunda frelsisins. Það hryggir varðhundana hins vegar sérstaklega mikið að sjá þingmann hins alræðissinnaða landbúnaðarflokks ráðast svo harkalega að tjáningarfrelsi Steingríms. Skeytir hann þar engu um sjálfsagðan rétt Steingríms til að andmæla og hafa í frammi sínar skoðanir á málinu. Í kjölfarið skýlir Guðjón sér bak við fundarsköp þingsins og kemur það ekki á óvart að forseti Alþingis, sem er Sjálfstæðiskona, taki undir með honum. Kosningar eru á næsta leyti og þá fer frelsið fyrir lítið.
Varðhundar frelsisins eru hins vegar tilbúnir til að verja rétt Steingríms til að tjá sínar skoðanir út í rauðan dauðann, sama hversu sósíalískar þær eru. Við trúum á hugsjónina, ólíkt formföstum alræðissinnum á Alþingi.
Já, ekki er öll vitleysan eins.
Kvartað yfir blótsyrðum í þingsal Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2007 | 15:26
Eru menn snaróðir?
380 milljarðar! Varðhundum frelsisins blöskrar!
Gott fólk. Væri ekki skynsamlegra ef einkaaðilar sæu um vegframkvæmdir? Þá gætu margir vegir legið hlið við hlið og neytendum væri einfaldlega gefið val um hvern þeir vildu keyra?
Fyrsti vegurinn væri kannski lúxusvegur, 2+2 með vegriðum og ljósastaurum og hvaðeina. 100 kr. á kílómetrann væri ekki ósanngjarnt gjald (svona miðað við allan sparnaðinn sem menn fengju beint í vasann ef 380 milljörðum væri ekki sóað í vegaframkvæmdir ríkisbáknsins).
Annar vegurinn væri kannski 2+1 með verra skyggni. Sá gæti kostað 50 kr. á km.
Sá þriðji yrði ólýstur einbreiður malarvegur, varla fær neinum nema allra hugdjörfustu karlmönnum. Hann yrði frívegur og rekinn eingöngu á gróðanum á auglýsingaskiltunum sem yfir honum gnæfa.
Fólki yrði svo gefið val um hvaða veg það vill aka. Því þetta snýst allt um frjálst val einstaklingsins.
Ekki er öll vitleysan eins.
Rúmir 380 milljarðar til vegagerðar á næstu 11 árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook
12.2.2007 | 14:35
Blöð sósíalismans
Varðhundar frelsisins hafa alltaf verið gríðarlega hrifnir af Morgunblaðinu, bjargföstum hornsteini í íslenskri stjórnmálaumræðu, ávallt tilbúinn að láta svipuna dynja á sósíalistunum. Í seinni tíð hefur blaðið linast og afleiðingarnar ekki látið á sér standa. Stefnir blaðið nánast í gjaldþrot á hinum frjálsa markaði.
Nú eru hins vegar blikur á lofti. Sjálfstæðisbæjarstjóri Akureyrar ætlar sér að láta ríkisbáknið Landsbókasafn upphlaða fjöldan allan af gömlum sósíalritum á alnetið - á kostnað skattborgara! Eitt er það að Mogginn versni, þá getum við varðhundar frelsisins allavega hætt að kaupa hann á frjálsum markaði! En að upphlaða þessum kommablöðum fyrir almannafé er ekkert annað en glæpur. Ef einkaaðili sér hag sinn í að varðveita kommablöð (ekki að slíkt gæti átt sér stað), þá má varðveita þau. Annars ekki.
Ekki er öll vitleysan eins.
Dagur, Tíminn, Alþýðublaðið og Þjóðviljinn á netið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook