Heimdallur afneitar kenningum Milton Friedman!

Varðhundar frelsisins fagna því að að gríman sé fallin. Léttristuðu sósíalistarnir í áhöfn flaggskips úngliðahreyfingar Sjálfstæðisflokksins, Heimdallar, hafa nú loksins stigið skrefið til fulls og afneitað kenningum höfuðhugmyndafræðings frjálshyggjunnar, Milton Friedman. Gera þeir það í tengslum við ráðstefnu, sem haldin verður á morgun, um gæluverkefni Samfylkingarinnar - Evrópusambandið. Segir meðal annars í auglýsingu um ráðstefnuna:

Boðið [verður] upp á léttan hádegisverð

Þvílík og önnur eins hneisa. Eins og allir vita er ein af grundvallarkennisetningum Friedmans á þá leið að það sé ekki til neitt sem heiti ókeypis hádegisverður! Ganga ungsósíalistarnir hér gróflega í berhögg við viðteknar hugmyndir frjálshyggjunnar og storka þannig málstaðnum með afgerandi hætti. Nei, varðhundarnir geta ekki horft upp á þetta - síðasta vígið innan Sjálfstæðisflokksins er fallið!


mbl.is Magnús Þór væntanlega í framboð í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband