Að verðmeta einstaklinga

Á sósíalkratísku vefriti ungra sjálfstæðismanna er prýðileg grein í dag um verðmat á einstaklingum og hvernig verðleggja megi framlag þeirra til lands og þjóðar. Varðhundar frelsisins fagna því að svo opinská grein skuli birtast á vefritinu um mikilvægi þess að verðleggja framlag einstaklinga til auðssköpunar með réttum hætti og verðleggja sjálfa einstaklingana í kjölfarið með hliðsjón af því. Þannig er til að mynda fjallað um að krónprinsessan Mary Donaldson sé 143 milljarða króna virði fyrir danska ríkið vegna jákvæðra áhrifa hennar á danska hagkerfið.

Íslenskir sósíalistar hefðu gott af því að velta því stundum fyrir sér að sumir einstaklingar eru einfaldlega verðmætari en aðrir einstaklingar. Ná þeir þeim árangri með því að leggja hart að sér og sýna af sér mikla elju og dugnað við að komast í fremstu röð. Þannig ættu íslenskir vinstrimenn að hætta að nöldra yfir því að t.d. bankastjórar stóru bankanna þriggja séu með nokkrar milljónir í laun á mánuði. Hversu oft hefur maður til dæmis ekki heyrt vinstrimenn hvá yfir því að bankastjórarnir séu með tvöhundruð föld laun á við venjulegan verkamann? Sannleikurinn er bara sá að bankastjórinn eru miklu verðmætari fyrir íslenskt samfélag þegar litið er til auðssköpunar. Með réttu ættu þeir sennilega að vera með miklu hærri tekjur.

Hinir ríkisstyrktu stjórnmálaflokkar skeyta hins vegar lítið um það. Sjálfsaflafé athafnamannsins er skert um tugi prósentna til að borga fyrir gæluverkefni pólitíkusanna og annan óþarfa. Þessa fjárhagslega ofbeldi verður að linna - tekjuskattinn þarf að afnema.

Já, ekki er öll vitleysan eins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband