1.3.2007 | 14:35
Óeðlileg afskipti
Hvað kemur það Alþjóðlegu lyfjaeftirlitssamtökunum við að fólk stundi frjáls viðskipti á netinu? Á ekki hver og einn einstaklingur að vera frjáls til að stunda viðskipti án afskipta ríkisins? Það finnst varðhundum frelsisins allavega.
Hin myndarlega Ana Carolina Reston fór því miður illa út úr sínum viðskiptum. En það er einfaldlega hennar val að kaupa ólögleg lyf ef hún telur sig hafa hag af því að grenna sig sakir starfsgreinar sinnar. Það kemur hreinlega ríkisvaldinu ekki neitt við.
Varað við megrunarpillum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook