28.2.2007 | 00:35
Níðst á þeim efnuðu
Varðhundar frelsisins hafa lengið kunnað að meta framlag Parísar Hilton til hinna eðlu lista. Sjónvarpsþættir hennar höfðu mikið skemmtanagildi og koma hennar í heim tónlistarinnar var sem ferskur andblær inn í listgreinina. Einnig hefur útgáfa hennar á heimilismyndböndum vakið sérstaka lukku hundanna.
Telja varðhundarnir það dagljóst að öfund á ríkidæmi hinnar glæsilegu Hilton hefur rekið þennan skúnk áfram í að hrella hana. Hvenær ætla sósíalistar að læra að láta þá ríku, sem hafa stritað alla ævi við auðsöfnun, í friði og hætta að öfundast út í þá?
Enn slá vinstrimenn vindhögg!
Ölvaður gestur eyðilagði afmæli Parísar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook