20.2.2007 | 11:29
Skoðanakúgun SósíalMoggans
Sumar skoðanir og hugsjónir þykja ekki fínar og flott. En það þýðir ekki að þær eigi ekki að fá að óma um allt samfélagið!
Við Varðhundar frelsisins vitum að við erum róttækir, enda hugsjónamenn. Skoðanir okkar eiga þó mikinn hljómgrunn meðal almennings og höfum við fengið fjöldan allan af tölvupósti þar sem okkur er hrósað fyrir vasklega framgöngu í frelsisbaráttunni. Netfang okkar er frelsid@gmail.com eins og áður hefur komið fram.
Nú er svo komið að samkvæmt aðskóknartölum Moggabloggsins er Lausnarorðið er frelsi 59. vinsælasta bloggið. Þetta hefur tekist þrátt fyrir að sameignarsinnarnir á Mogganum vilji ekki setja okkur í dálkana Vinsælustu blogg og Valin blogg. Þar fá hins vegar kommúnistar eins og Andrea Ólafsdóttir (105. vinsælasta bloggið) og Árni Þór Sigurðsson (118. vinsælasta bloggið) að dvelja.
Nú krefjumst við svara, sérstaklega þar sem félagar okkar hjá Freedom Report dot com hafa fært okkur sönnur fyrir því að bloggið okkar sé enn vinsælla en þetta og að Mogginn hafi falsað aðsóknartölur. Þær séu í raun margfalt hærri.
Af hverju vilja Moggamenn ekki leyfa frelsisröddinni að óma? Skelfa þeirra sósíalísku sálir af ótta við hinn sanna boðskap?
Ekki er öll vitleysan eins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook