Moggabloggið falsar aðsóknartölur

Varðhundar frelsisins hafa áður gert að umtalsefni þá hræsni sem felst í gegndarlausum áróðri sósíalískra alræðissinna gegn þeirri frjálsu og skapandi atvinnugrein sem klámiðnaðurinn er. Það ber vitanlega að ítreka þann málflutning og harma jafnframt hvernig þessi Stígamótasamtök geysast fram á vígvöllinn og ráðast gegn saklausum einstaklingum.

Þetta einelti Stígamótasamtakanna er þó einungis barnaleikur við hliðina á gerræðislegri meðferð stjórnenda blog.is samfélagsins á Varðhundum frelsisins.  Ítrekað hefur ritstjórn varðhundanna orðið var við óeðlileg afskipti stjórnendanna af færslum sínum, makalausri hunsun síðunnar í yfirliti yfir "valin blogg" og "vinsæl blogg" á forsíðu blog.is samfélagsins, og síðast en ekki síst bíræfinni fölsun á aðsóknartölum á síðu varðhundanna.

Strax á fyrsta degi, þegar síðan fékk einungis tæplega 500 heimsóknir, fór ritstjórnarmeðlimi að gruna að eitthvað óeðlilegt væri á seyði og fengu af því tilefni óháðan aðila (Freedom Report dot com) til að taka út vinsældir síðunnar.

Og ekki stóð á niðurstöðunum. Samkvæmt tölum óháða aðilans skipta heimsóknir á síðuna þúsundum á dag og hafa raunar náð yfir 10.000 markið á einungis þrem dögum. Er þetta í hróplegu ósamræmi við falsanir hins sósíalíska moggabloggs, sem telur rétt um einn tíunda af rauntölunni.

Varðhundarnir munu þó ekki bugast við þetta mótlæti heldur beita sér af enn meiri krafti en áður til að hamra á ritningunni og þeim hugmyndafræðilega grunni sem farið hefur sigurför um gervalla veröld. Ótti sykurhúðaðra íhaldssósíalista styrkir okkur eingöngu í þeirri trú að málstaður okkur hreyfi við umræðunni og lyftir henni upp á nýtt og æðra plan. Megi málstaðurinn lengi lifa!


mbl.is Stígamót skora á ráðamenn þjóðarinnar að koma í veg fyrir klámþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband