Eru menn snaróðir?

380 milljarðar! Varðhundum frelsisins blöskrar!

 Gott fólk. Væri ekki skynsamlegra ef einkaaðilar sæu um vegframkvæmdir? Þá gætu margir vegir legið hlið við hlið og neytendum væri einfaldlega gefið val um hvern þeir vildu keyra?

Fyrsti vegurinn væri kannski lúxusvegur, 2+2 með vegriðum og ljósastaurum og hvaðeina. 100 kr. á kílómetrann væri ekki ósanngjarnt gjald (svona miðað við allan sparnaðinn sem menn fengju beint í vasann ef 380 milljörðum væri ekki sóað í vegaframkvæmdir ríkisbáknsins). 

Annar vegurinn væri kannski 2+1 með verra skyggni. Sá gæti kostað 50 kr. á km.

Sá þriðji yrði ólýstur einbreiður malarvegur, varla fær neinum nema allra hugdjörfustu karlmönnum. Hann yrði frívegur og rekinn eingöngu á gróðanum á auglýsingaskiltunum sem yfir honum gnæfa.

Fólki yrði svo gefið val um hvaða veg það vill aka. Því þetta snýst allt um frjálst val einstaklingsins. 

Ekki er öll vitleysan eins. 


mbl.is Rúmir 380 milljarðar til vegagerðar á næstu 11 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband